Nokkrir félagar í Grálist eru meðal þeirra listamanna sem prýða veggi Hofs nýja menningarhússins á Akureyri. Myndlistafélagið stendur fyrir kynningu á félaginu í rými sem kallast Leyningur. Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn úr Myndlistarfélaginu sem sannarlega endurspegla þann margbreytileika sem myndlistin felur í sér.


Grálist opnar sýningu í sal Myndlistafélagsins laugardaginn 3. júlí kl.14-17.
Sýningin samanstendur af verkum 10 listamanna úr samsýningarhópnum Grálist. Þau eru:
Aðalbjörg S. Kristjánsdóttir
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Sigurlín M. Grétarsdóttir
Linda Björk Óladóttir
Dagrún Matthíasdóttir
Hertha R. Úlfarsdóttir
Unnur Óttarsdóttir
Steinunn Ásta Eiríksdóttir
Ása Ólafsdóttir
Steinn Kristjánsson

Sýningin stendur til 25.júlí og er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14-17
www.gralist.wordpress.com


sveinbjorg_vatnslitir.jpg

Sveinbjörg Ásgeirsdóttir opnar sýninguna Á meðan ég svaf, á Kaffi Karólínu í Kaupvangsstræti á Akureyri í dag kl. 15. Sveinbjörg sýnir þar draumkenndar fígúratífar vatnslita-blek myndir sem málaðar eru á ríspappír sem spilar sitt hlutverk með litunum. Sýningin stendur til 8. janúar 2010.


4touja.jpgUnnur Ottósdóttir er þátttakandi í fjórum farandssýningum ásamt fjórum öðrum myndlistakonum sem kalla sig Súpuna. Sýningarnar bera heitið Sjálfsmyndir. Sjálfsmyndir Súpunnar eru nú í SÍM húsinu í Hafnarstræti 16 í Reykjavík og standa til 18. desember. Næsta sýning verður í Boxinu sal Myndlistafélagsins á Akureyri 16. janúar 2010, en það er fjórða og síðasta sýningin í sýningarröð Súpunnar. Sýningin Sjálfsmyndir var fyrst í Bragganum í Öxnarfirði og í Kaffistofunni, nemendagalleríi Listaháskólans. Súpuna skipa: Unnur Ottósdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Björg Eiríksdóttir, Jóna Bergdal Jakobsdóttir og Yst Ingunn St. Svavarsdóttir.


TILBRIGÐI – TILBRIGÐI
GERÐU ÞÉR GOTT. UPPLIFÐU ÆVINTÝR. LEYFÐU ÞÉR AÐ NJÓTA. EIGÐU GLEÐISTUND.
UPPLIFÐU ORKUFLÆÐI. TILBRIGÐIN ÓÞRJÓTANDI.

Sigurlín M. Grétarsdóttir ( Lína ) opnar myndlistasýningu 12. september
2009 kl:14-17 í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin ber yfirskriftina ”
Tilbrigði – Variations ” Þar sýnir hún bæði olíumálverk og acrylmálverk
sem unnin eru með blandaðri tækni.

Lína segir verkin sín hvert og eitt líkjast fæðingu, sem fæðast á
mismunandi hátt hvers augnabliks og gefur áhorfandanum kost á að túlka og
upplifa þau á sinn hátt.

Sigurlín M.Grétarsdóttir ( Lína ) stundaði nám við Iðnskólann í
Hafnarfirði í 3 ár, á hönnunarbraut og útskrifaðist sem tækniteiknari. Hún
útskrifaðist einnig frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2007 eftir
fjögurra ára nám og síðan frá Háskólanum á Akureyri 2009 í
kennsluréttindum.

Þessi sýning er 8. einkasýning Línu og hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Lína er annar eigandi DaLí Gallery á Akureyri, er félagi í
Myndlistafélaginu og félagi í samsýningarhópnum Grálist.

lína 001


„Sex sýna“ er samsýning sex myndlistamanna. Þrjár konur og þrír karlar; Ása Ólafsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Margeir Dire Sigurðsson, Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna saman myndlistasýninguna „Sex saman“ í Deiglunni á Akureyri, laugardaginn 1. ágúst kl. 15:00 í tengslum við Listasumar.

Verkin á sýningunni fjalla öll á einhvern hátt um kyn, jafnrétti, kynlæga túlkun eða kynjahlutverk.

Öll hafa listamennirnir sýnt víða bæði á einkasýningum og samsýningum, hér heima og sum erlendis, auk þess sem fjögur þeirra eru starfandi í samsýningarhópnum Grálist. Þau Dagrún, Lína, Ása og Margeir.

Sýningin stendur til 16. ágúst og eru allir velkomnir – Opið þriðjudaga til sunnudaga kl.13-17.

http://www.listagil.akureyri.is
http://www.gralist.wordpress.com
http://www.rufalo.is
http://www.dagrunmatt.blogspot.com
http://www.myrkur.is
http://www.fotolog.com/evoldire


fugl á grein 002

Aðalbjörg S. Kristjánsdóttir opnar sýningu í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 25. júlí kl.14. Á sýningunni sýnir Aðalbjörg fjölbreytt verk sem unnin eru í ólíka miðla, akrílSkúlptúr. Dropinn sem fyllir mælinnmálverk, olíumálverk og skúlptúra. Verkin voru öll unnin undanfarin 10 ár og endurspegla feril listakonunnar.

Um sýninguna segir Aðalbjörg:

Það eru 10 ár síðan ég sneri mér að myndlistinni og byrjaði að læra, fyrst hjá Erni Inga í 3 ár og síðan í Myndlistarskólanum á Akureyri í 4 ár.  Mér fannst því tilefni til að hafa þessa sýningu yfirlit síðustu tíu ára.
Sýningin verður opin til 9. ágúst og eru allir velkomnir.

Freyjumyndir

15Júl09

http://www.freyjumyndir.blog.is/blog/freyjumyndir/

freyja 042Samsýningin Freyjumyndir var opnuð víða á Akureyri og í nágrenni kringum síðustu sólstöður og verður uppi til vetrardægra. Listamennirnir eru 27 talsins og þar á meðal einn meðlimur í Grálist, Dagrún Matthíasdóttir sem sýnir olíumálverkið Nútíma Freyja – Móðir – Kona – Meyja í Landsbankanum við Ráðhústorg. Nútíma Freyja er nútímakonan sem tók þátt í búsáhaldabyltingunni undir slagorðinu: MEIRI ÁST – MEIRI FRJÓSEMI.

Freyjumyndir er hluti af viðburðaröðinni Vitið þér enn, eða hvað? Viðburðirnir eru á vegum Mardallar – félags um menningararf kvenna.  Sýningarstjóri Freyjumynda er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og hefur hún notið aðstoðar Hrefnu Harðardóttur. Valgerður H. Bjarnadóttir er upphafsmaður viðburðaraðanna á vegum Mardallar og skipuleggjandi fjölþjóðlegrar ráðstefnu sumarið 2010 en þar með lýkur viðburðaröðinni. Sunna Valgerðardóttir sá um uppsetningu bæklings sem má nálgast hér: http://www.freyjumyndir.blog.is/users/9f/freyjumyndir/files/freyja_baeklingur.pdf


Dagrún í DaLí

09Júl09

dali_n4_110709

Dagrún Matthíasdóttir opnar sýningin TRÉ í DaLí Gallery laugardaginn 11. júlí kl. 14-17. Þar vinnur Dagrún í rými gallerísins og gerir tréð að umfjöllunarefni. Merking trés getur verið mjög fjölbreytt og táknmyndir þess margar og er sú tálsýn að peningar vaxi á trjánum mjög heillandi.
Dagrún Matthíasdóttir er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er í námi við Háskólann á Akureyri í Nútímafræði og kennslufræðum til réttinda. Hún er annar eigandi DaLí Gallery og er félagi í samsýningarhópnum Grálist og í Myndlistafélaginu.
Sýningin í DaLí Gallery stendur til 19. júlí.
www.dagrunmatt.blogspot.com www.daligallery.blogspot.com
www.gralist.wordpress.com www.mynd.blog.is


26Jún09

box_868822.jpg

Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð
fyrir gesti og gangandi. Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.

Skapti Runólfsson, Eva Dagbjört Óladóttir, Björg Eiríksdóttir, Morgane Parma, Bjarke Stenbæk Kristensen, Emmi Kalinen, Hekla Björt Helgadóttir, Sigrún Lýðsdóttir, Unu Björk Sigurðardóttir

og Grálistamennirnir

Steinn Kristjánsson og Sigurlín M. Grétarsdóttir

sem sýna þar vídeó.

Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní – 28. júní, kl. 14:00 – 17:00.
Léttar veitingar í boði.

Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.

Myndlistarfélagið, GalleriBOX, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.

galleribox.blogspot.com