Archive for nóvember, 2007

Sigurlín M. Grétarsdóttir, Lína, opnar einkasýningu í Jónas Viðar Gallery laugardaginn 10. nóvember kl.15-18.  Þetta er fyrsta einkasýning Línu eftir að hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Lína sýnir málverk sem eru unnin með blandaðri tækni. Hún nýtir þar fyrri tilraunir sínar í myndsköpun,  þar sem hún leyfir þeim að þróast í nýja átt.  Við Grálist mætum auðvitað […]


Grálist með smálist er heiti desember-samsýningarinnar hjá Grálist í ár. Grálistahópurinn verður í DaLí Gallery með smálistagjörning á myndbandi. Ekkert smáverk verður stærra en 20×20 cm. Grálist ríður á vaðið með fyrstu samsýningu í DaLí Gallery. Opnun verður laugardaginn 8. desember og er þá opið 14-17 og alla laugardaga fram að jólum. Gleðilegt grátt gaman og áfram Grálist!


Karen Dúa opnar enn eina myndlistasýningu!  Næsta opnun Karenar Dúu er í DaLí Gallery laugardaginn 10. nóvember kl.17. Sýningin stendur til 25. nóvember.  Karen Dúa sýnir ,,Klippimynd“ og eins og titillin bendir til þá eru það tilraunir með klippimynd á vegg. Við hin í Grálist fylgjumst spennt með og finnst tilvalið að kíkja á veggverk og máta það í leiðinni.  :-)