Archive for febrúar, 2008

Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna ,,Póstkonan“ á Café Karólínu 1. mars kl.14 Póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem […]


Sveinka er með sýningu á Gráa svæðinu sem er sýningagallerí í Þelamerkurskóla í Eyjafirði. Sýninguna má sjá milli kl. 8.30 og 14.30 alla virka daga og verður hún opin fram í miðjan mars.   Sveinbjörg Ásgeirsdóttir – Sveinka útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007.  Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og er þetta önnur einkasýning hennar.  […]


Margeir ,,Dire“ Sigurðsson tekur þátt í samsýningunni Ólátagarðurinn – sýningu óheflaðarar sköpunar, sem hefst 7. febrúar. Viðburðurinn er helsta framlag TFA til Vetrarhátíðar í Reykjavík þetta árið og fer fram í Norræna Húsinu. Sýning með svipuðu sniði sem TFA stóð að á síðustu Vetrarhátíð sló í gegn og vakti gríðarlega lukku. Nú koma saman 7 listamenn sem […]


Steinn Kristjánsson opanði myndlistasýningu sína ,,Hugrenningar“ á Café Karólínu um síðustu helgi, nánar tiltekið 02.02.2008. Þar býður hann gestum og gangandi að taka þátt í myndlist sinni sem má segja að sé gagnvirk og gerist á rauntíma sýningarinnar með myndlistamanninum sjálfum og góðri þátttöku skemmtilegra gesta og listunnenda. Steinn segir um sýninguna á Café Karólínu: „Umræðan í þjóðfélaginu fer fram á ólíkum stöðum. […]