Margeir ,,Dire“ og Ólátagarðurinn

04Feb08

olatagardurinn08.jpgMargeir ,,Dire“ Sigurðsson tekur þátt í samsýningunni Ólátagarðurinn – sýningu óheflaðarar sköpunar, sem hefst 7. febrúar. Viðburðurinn er helsta framlag TFA til Vetrarhátíðar í Reykjavík þetta árið og fer fram í Norræna Húsinu. Sýning með svipuðu sniði sem TFA stóð að á síðustu Vetrarhátíð sló í gegn og vakti gríðarlega lukku. Nú koma saman 7 listamenn sem allir eiga rætur að rekja í Graffiti og munu sýna sköpunarverk af ýmsum toga; ljósmyndir, skúlptúra, málverk og uppstillingar. Frítt verður inn á sýninguna sem stendur aðeins yfir þennan stutta tíma, ekki láta brot í íslenskri listasögu fara framhjá ykkur. www.vetrarhatid.is  www.nordice.is  http://www.hiphop.is
Opnunartími:
fim 7.feb: 12-17
fös 8.feb: 12-01
lau 9.feb: 12-17
(sun 10.feb: 12-17)



2 Responses to “Margeir ,,Dire“ og Ólátagarðurinn”

  1. 1 Arís Eva

    Föstudögum 12-01 … er verið að meina um kvöldið kl 1 eða hádegi ?

  2. 2 Dagrún

    Ábyggilega er 01 eftir miðnætti annars væri þarna 13 held ég


Færðu inn athugasemd