Archive for maí, 2008

  Sýningin Staðfugl Farfugl opnaði með pomp og prakt í dag og tóku mörg okkar í Grálist þátt í þessari skemmtilegu samsýningu í Eyjafirði. VARP: Karen, Sveinka, Steinn, Lína, Inga Björk, Dagrún, Linda Björk, Guðrún Vaka, Kristín, Ása og Steinunn Ásta tóku flugið saman inn Eyjafjörð og verptu saman, vopnuð hvítri málningu og penslum. Varplöndin eru […]


Inga Björk Harðardóttir opnar myndlistasýninguna Brýr í Dalí Gallery föstudaginn 16. maí kl. 17-19. Inga sýnir stórar landslagsmyndir málaðar með olíulitum. Myndirnar eru hluti af útskriftaverki Ingu Bjarkar frá Myndlistaskólanum á Akureyri, en útskrift hennar fór fram í gærkvöldi. Sýningin stendur til 31. maí   Inga Björk um verk sín:


Laugardaginn 10. maí sýnir Þorsteinn Gíslason (Steini) á vegum Víðáttu601 í Leirutjörn á Akureyri. Steini sýnir þar skúlptúr/innsetningu í nyrðri hólmanum í tjörninni.


Á útskriftasýningu Myndlistaskólans má sjá verk eftir 3 meðlimi í Grálist. Inga Björk Harðardóttir, Hertha Richard og Margeir ,,Dire“ Sigurðsson útskrifast af fagurlistadeild skólans. Til hamingju myndlistamenn. VORSÝNING 2008 Myndlistaskólinn á Akureyri. Opin helgina 10. – 12. maí kl. 14:00 – 18:00 Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16


INNILEGA-ÚTILEGA STEINN KRISTJÁNSSON Laugardaginn 10. maí kl. 14:00 opnar sjónlistamaðurinn Steinn Kristjánsson sjónlistasýninguna Innilega útilegu í Populus tremula. Þar verður sumarfríinu þjófstartað og hver veit nema tekin verði nokkur gömul og góð útilegulög og jafnframt frumflutt ný innilegulög. Þarna er um að ræða tilraun um mörk innra og ytra rýmis í formi hinnar einu sönnu […]


Sigurlín M. Grétarsdóttir – Lína opnar á Veggverk laugardaginn 8. maí. Sýning Línu ber heitið HVERFUL NÁTTÚRA þar sem hún fjallar um hverfulleika náttúrunnar og birtingarmynd hennar í sýndarveruleika mannskepnunnar. Lína tekur á móti gestum í tilefni opnunarinnar á vinnustofu sinni í DaLí Gallery sama dag kl. 17 -19.