Archive for september, 2008

Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opnaði sýninguna „Tilbrigði – Variation“ á Café Karólínu laugardaginn 6. september 2008. Lína notar blandaða tækni í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á sýningunni á Café Karólínu notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira. Sýningin stendur til 3. október.


Margeir „Dire“ er einn listamanna á samsýningunni Gráir Veggir í Reykjavík Art Gallery´, Skúlagötu 30 í Reykjavík. Sýningin er opin virka daga kl. 14-18.