Archive for september, 2010

Nokkrir félagar í Grálist eru meðal þeirra listamanna sem prýða veggi Hofs nýja menningarhússins á Akureyri. Myndlistafélagið stendur fyrir kynningu á félaginu í rými sem kallast Leyningur. Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn úr Myndlistarfélaginu sem sannarlega endurspegla þann margbreytileika sem myndlistin felur í sér.