Um okkur

Grálist – út um allt eins og gráir kettir.

Grálist er samsýningahópur ungra
myndlistamanna sem öll eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast úr Myndlistaskólanum á Akureyri. Grálistahópurinn er óháður og hæfileikaríkur myndlistahópur
sem sýnir list sína ýmist saman í heild, í smærri hópum eða sem
einstaklingar undir nafni Grálistar. Hópurinn vinnur í ýmsa miðla
myndlistar á frjálslegan, frjóan og skapandi hátt.

Hugmyndin er:

-Að Grálist sé starfandi samsýningarhópur ungra myndlistamanna sem lærðu
hér saman, sýnilegt,virkt og flott myndlistafólk.
-Að það verði að minnsta kosti ein stór samsýning á ári og annað ræðst af
hópnum.
-Að hugmyndir allra að samsýningu og starfi innan hópsins séu góðar
hugmyndir sem sá sem á hana fylgir eftir svo hlutirnir liggja ekki á
herðum fárra og verði að veruleika.
-Að hafa samvinnu í fyrirrúmi.

Já, hugmyndin um að skapa samsýningarhóp er fædd og eru þar frábært fólk útskrifað úr Myndlistaskólanum á Akureyri og er vant góðri samvinnu. Við sem þekkjum til litanna vitum svo vel að grái tónninn er samsuða allra lita litahringsins og endurspeglar þannig litaflóruna. Og það gerum við! Við erum vön að vinna saman að myndlist og markmiðið er að hópa sig saman í heild, í smærri hópum og sem einstaklingar sem félagar í Grálist og láta að okkur kveða í listalífi framtíðarinnar. Ungir, stoltir og hæfileikaríkir myndlistamenn sem vinna í hina ýmsu miðla myndlistarinnar. Til hamingju Grálist. Okkar fyrsta stóra samsýning var á vegum Víðáttu601, óstaðbundna galleríinu þeirra Steina og Dísu á Hrafnagili. Þar sameinaði Grálist krafta sína á snúrulistsýningu í tengslum við handverkshátíðina á Hrafnagili.

Dagrún Matthíasdóttir, júní 2007

Auglýsingar

No Responses Yet to “Um okkur”

  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: