Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Nokkrir félagar í Grálist eru meðal þeirra listamanna sem prýða veggi Hofs nýja menningarhússins á Akureyri. Myndlistafélagið stendur fyrir kynningu á félaginu í rými sem kallast Leyningur. Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn úr Myndlistarfélaginu sem sannarlega endurspegla þann margbreytileika sem myndlistin felur í sér. Auglýsingar


Grálist opnar sýningu í sal Myndlistafélagsins laugardaginn 3. júlí kl.14-17. Sýningin samanstendur af verkum 10 listamanna úr samsýningarhópnum Grálist. Þau eru: Aðalbjörg S. Kristjánsdóttir Sveinbjörg Ásgeirsdóttir Sigurlín M. Grétarsdóttir Linda Björk Óladóttir Dagrún Matthíasdóttir Hertha R. Úlfarsdóttir Unnur Óttarsdóttir Steinunn Ásta Eiríksdóttir Ása Ólafsdóttir Steinn Kristjánsson Sýningin stendur til 25.júlí og er opin laugardaga og […]


Sveinbjörg Ásgeirsdóttir opnar sýninguna Á meðan ég svaf, á Kaffi Karólínu í Kaupvangsstræti á Akureyri í dag kl. 15. Sveinbjörg sýnir þar draumkenndar fígúratífar vatnslita-blek myndir sem málaðar eru á ríspappír sem spilar sitt hlutverk með litunum. Sýningin stendur til 8. janúar 2010.


Unnur Ottósdóttir er þátttakandi í fjórum farandssýningum ásamt fjórum öðrum myndlistakonum sem kalla sig Súpuna. Sýningarnar bera heitið Sjálfsmyndir. Sjálfsmyndir Súpunnar eru nú í SÍM húsinu í Hafnarstræti 16 í Reykjavík og standa til 18. desember. Næsta sýning verður í Boxinu sal Myndlistafélagsins á Akureyri 16. janúar 2010, en það er fjórða og síðasta sýningin í sýningarröð […]


TILBRIGÐI – TILBRIGÐI GERÐU ÞÉR GOTT. UPPLIFÐU ÆVINTÝR. LEYFÐU ÞÉR AÐ NJÓTA. EIGÐU GLEÐISTUND. UPPLIFÐU ORKUFLÆÐI. TILBRIGÐIN ÓÞRJÓTANDI. Sigurlín M. Grétarsdóttir ( Lína ) opnar myndlistasýningu 12. september 2009 kl:14-17 í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin ber yfirskriftina ” Tilbrigði – Variations ” Þar sýnir hún bæði olíumálverk og acrylmálverk sem unnin eru með blandaðri tækni. […]


„Sex sýna“ er samsýning sex myndlistamanna. Þrjár konur og þrír karlar; Ása Ólafsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Margeir Dire Sigurðsson, Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna saman myndlistasýninguna „Sex saman“ í Deiglunni á Akureyri, laugardaginn 1. ágúst kl. 15:00 í tengslum við Listasumar. Verkin á sýningunni fjalla öll á einhvern hátt um kyn, jafnrétti, kynlæga […]


Aðalbjörg S. Kristjánsdóttir opnar sýningu í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 25. júlí kl.14. Á sýningunni sýnir Aðalbjörg fjölbreytt verk sem unnin eru í ólíka miðla, akrílmálverk, olíumálverk og skúlptúra. Verkin voru öll unnin undanfarin 10 ár og endurspegla feril listakonunnar. Um sýninguna segir Aðalbjörg: Það eru 10 ár síðan ég sneri mér að myndlistinni og byrjaði […]