Freyjumyndir

15Júl09

http://www.freyjumyndir.blog.is/blog/freyjumyndir/

freyja 042Samsýningin Freyjumyndir var opnuð víða á Akureyri og í nágrenni kringum síðustu sólstöður og verður uppi til vetrardægra. Listamennirnir eru 27 talsins og þar á meðal einn meðlimur í Grálist, Dagrún Matthíasdóttir sem sýnir olíumálverkið Nútíma Freyja – Móðir – Kona – Meyja í Landsbankanum við Ráðhústorg. Nútíma Freyja er nútímakonan sem tók þátt í búsáhaldabyltingunni undir slagorðinu: MEIRI ÁST – MEIRI FRJÓSEMI.

Freyjumyndir er hluti af viðburðaröðinni Vitið þér enn, eða hvað? Viðburðirnir eru á vegum Mardallar – félags um menningararf kvenna.  Sýningarstjóri Freyjumynda er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og hefur hún notið aðstoðar Hrefnu Harðardóttur. Valgerður H. Bjarnadóttir er upphafsmaður viðburðaraðanna á vegum Mardallar og skipuleggjandi fjölþjóðlegrar ráðstefnu sumarið 2010 en þar með lýkur viðburðaröðinni. Sunna Valgerðardóttir sá um uppsetningu bæklings sem má nálgast hér: http://www.freyjumyndir.blog.is/users/9f/freyjumyndir/files/freyja_baeklingur.pdf

Auglýsingar

Dagrún í DaLí

09Júl09

dali_n4_110709

Dagrún Matthíasdóttir opnar sýningin TRÉ í DaLí Gallery laugardaginn 11. júlí kl. 14-17. Þar vinnur Dagrún í rými gallerísins og gerir tréð að umfjöllunarefni. Merking trés getur verið mjög fjölbreytt og táknmyndir þess margar og er sú tálsýn að peningar vaxi á trjánum mjög heillandi.
Dagrún Matthíasdóttir er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er í námi við Háskólann á Akureyri í Nútímafræði og kennslufræðum til réttinda. Hún er annar eigandi DaLí Gallery og er félagi í samsýningarhópnum Grálist og í Myndlistafélaginu.
Sýningin í DaLí Gallery stendur til 19. júlí.
www.dagrunmatt.blogspot.com www.daligallery.blogspot.com
www.gralist.wordpress.com www.mynd.blog.is


26Jún09

box_868822.jpg

Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð
fyrir gesti og gangandi. Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.

Skapti Runólfsson, Eva Dagbjört Óladóttir, Björg Eiríksdóttir, Morgane Parma, Bjarke Stenbæk Kristensen, Emmi Kalinen, Hekla Björt Helgadóttir, Sigrún Lýðsdóttir, Unu Björk Sigurðardóttir

og Grálistamennirnir

Steinn Kristjánsson og Sigurlín M. Grétarsdóttir

sem sýna þar vídeó.

Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní – 28. júní, kl. 14:00 – 17:00.
Léttar veitingar í boði.

Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.

Myndlistarfélagið, GalleriBOX, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.

galleribox.blogspot.com


Sigurlín M. Grétarsdóttir ( Lína ) opnar sýningu 13.júní 2009 kl:14-17 í DaLí
Gallery, Brkkugötu 9 á Akureyri.
Sýningin ber yfirskriftina “ Tilbrigði – Variations “ Katla 185

Lína notar blandaða tækni í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár.
Í verkunum á sýningunni í DaLí Gallery notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og
fleira.

Sigurlín M.Grétarsdóttir ( Lína ) stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár,
á hönnunarbraut og útskrifaðist sem tækniteiknari. Hún útskrifaðist frá
Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2007 eftir fjögurra ára nám þar. Þann 13.júní,
sama dag og hún opnar þessa sýningu, útskrifast Lína frá Háskólanum á Akureyri úr
kennsluréttindarnámi.

Þessi sýning er 7. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum af samsýningum.


Aðalbjörg Kristjánsdóttir er með
sýningu á snyrtistofunni Lind á Akureyri.myndir 005


Hertha Richardt Úlfarsdóttir

Fastagestir og annað starfsfólk

02.05.09 – 05.06.09

Hertha Richardt Úlfarsdóttir opnaði sýninguna „Fastagestir og annað starfsfólk“ á Café Karólínu laugardaginn 2. maí 2009 klukkan 15.

Hertha Richardt Úlfarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri, 2008, fagurlistadeild. Þetta er fyrsta einkasýning hennar eftir útksrift. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér og í Finnlandi.

Við vorum öll þarna, var það ekki?


start-002blod

Dalíurnar Dagrún og Lína opna báðar í
Startart laugarvegi 12b í Reykjavík, laugardaginn 4. apríl kl. 15.

Sýning Dagrúnar ber titilinn Matarlist, sem eru olíumálverk á striga og
mdf plötur:
,, Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandin svolítið back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í matinn og ratar þess vegna í málverkin mín“.

Sýning Sigurlínar – Línu ber titilinn Tilbrigði. Lína notar blandaða tækni
í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á sýningunni í Startart notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.

Þær stöllur ganga oft undir nafninu Dalíurnar sem kemur til vegna þess að saman stofnuðu þær og reka DaLí Gallery á Akureyri. Dagrún og Lína eru útskrifaðar frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í dag eru báðar í námi við Háskólann á Akureyri í kennslufræðum til kennsluréttinda. Einnig er Dagrún í Nútímafræði við sama skóla.

Sýningarnar í Startart eru til 9. maí og allir velkomnir. http://startart.is